Hamingjustundir og hægindasvið !

Jæja, þá er komið að því að fara út úr hægindasviðinu, upp úr sófanum og beint á ritvöllinn!

Þetta er semsagt fyrsta blogg undirritaðrar, og mun aðaluppistaðan í því verða dómar um hamingjustundir (happy hour) veitingahúsa og bara (já, bara) í höfuðborginni, þar sem Happy hour klúbburinn, sem er samansafn góðglaðra,  geðgóðra og gordjöss miðaldra kvenna, mun fara á kostum. Við munum meta þjónustu, verð, gæði, umhverfi og aðstæður almennt á hávísindalegan hátt, gefa stig eftir flóknum reiknireglum og algórytmum og fella dóma sem jafnast á við svæsnustu hæstaréttardóma. Hávísindalegt og háalvarlegt en þó með kímnum undirtóni .... 

Klúbburinn hittist á hálfsmánaðarfresti, á fyrirfram ákveðnum stað sem ein úr hópnum velur. Þar fáum okkur mat og vín á góðu verði, og höfum gaman saman.  Það skal samt viðurkennast  að vínið hefur meira aðdráttarafl en maturinn. Öl er innri maður og við höfum allar svo gaman af því að skoða innri mann hvor annarar. 

Fylgist með í ofnæmi !! Eða var það ofvæni ...  

Fyrsti dómurinn fellur bráðum .... THORVALDSEN !!!! 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Ásdís að vera komin fram á ritvöllinn !! 

Sóley Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 16:11

2 identicon

Til hamingju Ásdís, hlakka til að fylgjast með.

Bára Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 16:32

3 identicon

Frábært Ásdís , spennt að fylgjast með.

Sigríður Þórðardóttir (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 16:48

4 identicon

Frábært...!

Jóna Fanney (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 17:54

5 identicon

Spennandi.

Kristín G. Friðbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 17:58

6 identicon

Til Hamigju Ásdís! Ég fylgist með - full áhuga :-)

Guðrún Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 18:05

7 identicon

;)

Steingerður Kata (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 18:30

8 Smámynd: Sigrún Óskars

velkomin á bloggið - til hamingju frænka

Sigrún Óskars, 2.3.2013 kl. 20:15

9 identicon

Til hamingju Ásdís,spennandi og þarft viðfangsefni :)

Steinvör Baldursdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband