Thorir thú á Thorvaldsen ?

Fimmtudagurinn 28.febrúar rann upp bjartur og fagur, og það var ekki laust við að spenna gerði vart við sig því nú var komið að því að hamingjuklúbburinn legði leið sína á Thorvaldsen.  Það var þó ekki fyrirtíðarspenna....

Fyrstu meðlimir voru mættir stundvíslega kl. 17.00 og tóku út sitthvoran innganginn, önnur kom inn frá Austurvelli en hin frá Austurstræti. Þetta ber vott um gott skipulag og útsjónarsemi þeirra Sóleyjar og Siggu.  Vel gert, stúlkur! 
Von bráðar bættist undirrituð í hópinn, full tillhlökkunar eftir langan vinnudag. Síðust, en alls ekki síst, bættist Bára í hópinn stuttu seinna.

Thorvaldsen er bar og veitingahús við Austurstræti (sjá heimasíðu hér og facebook síðu hér)  vel staðsett, með tvo innganga (sjá hér að ofan). Það ætti því ekki að vefjast fyrir fólki að komast inn eða út, eftir þörfum. Þegar við mættum, voru ekki margir gestir sjáanlegir, einn skeggjaður ungur maður, með fartölvu á næsta borði og gömul og góðleg hjón, með göngugrind. Þá var okkur ekki til setunnar boðið og pöntuðum við okkur kokkteila, Sex on the beach og Pina colada. Þjónustan var prýðileg, eftir að þjónninn hafðu svalað þorsta okkar, hvarf hún inn í hliðarsal en bað okkur vinsamlegast um að hóa í sig, ef óskað væri eftir þjónustu hennar. Doldið heimilislegt, ekki satt !! Í hliðarsal var nefnilega verið að undirbúa salsa kvöld, en á Thorvaldsen er salsa dansað á hverjum fimmtudegi.  Spænsk tónlist hljómaði því úr hátölurum og brátt gátu dömur ekki á sér setið og dilluðu sér fram og tilbaka í takt við suðræna og seiðandi tóna Gypsy Kings um leið og sopið var á svalandi kokkteilum. Stuttu seinna fóru gömlu hjónin...

Er lífið ekki yndislegt á barnum? 

Baila, baila me !!!!! 

 

  

Við pöntuðum síðan mat, eftir smekkk og svengd og var maturinn var bara mjög fljótur að koma. Meira vín var auðvitað pantað,  því að vel þarf að halda á spöðunum þar sem hamingjustundir eru fljótar að líða. Reyndar er hamingjustundin á Thorvaldsen frá kl. 17.00-9.00.. um morguninn ? Nei, varla...

2013-02-28 18.44.52

 Enn var doldil jólastemmning á staðnum, rauðar servíettur !!  

 

 

 

 

 

 

En að dómum um Thorvaldsen .... stjörnugjöfin virkar þannig að gefnar eru 1-5 stjörnur í eftirfarandi flokkum. 

Matur; Matur þótti allt í lagi, en matseðill ekki spennandi.  Við þurftum lika að bíða eftir kokknum, sem mætti ekki fyrr en kl. 18.00 .... 3,5 stjörnur Crying

Þjónusta; Þjónustan góð, enda við nánast einu viðskiptavinirnir ! 4,5 stjörnur Grin

Drykkir: Frábært að það sé afsláttur af kokkteilum líka !!! 5 stjörnur ! Wizard

Umhverfi; Thorvaldsen er orðið doldið þreyttur staður, má fara að huga að endurnýjun borða, eða setja fallega dúka á þau. 3 störnur Undecided

Verð;  Gott verð á matnum og auðvitað drykkjum (happy hour!) 5 stjörnur Whistling

Heildarniðurstaða= 4 stjörnur ! 

Fylgist með næsta bloggi ...... og munið eftir því að njóta hamingjustundanna !!!  Ást og friður !!!


Bloggfærslur 5. mars 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband